Hófafjör

Ísland og Hestarnir


Tengsl sem myndast á milli hests og barns eru oft mjög sterk og frábært er að horfa á þegar samspilið myndast.

Þau geta gefið hvort öðru traust og öryggi á mjög jákvæðan hátt.

Öll börn sem hafa áhuga á þessum dýrum ættu að hafa möguleika til þess að fræðast um hestamennsku og upplifa þá einstöku tilfinningu sem hestar geta gefið. 

Hugmyndin á bakvið Hófafjör liggur í því að gefa öllum krökkum tækifæri á að kynnast heimi hestanna og læra heilmikið um þessar skepnur og skapa vináttu. 

 


Heimur hestsins

Bókin „heimur hestsins“. Þetta er fróðleiksrit fyrir börn á leik,- og grunnskólaaldri. Bókin er hugsuð fyrir áhugasama og einnig til notkunar í reiðskólum.Einnig er hægt að fá vinnubók, þar sem krakkarnir geta unnið með það sem þau lásu í bókinni.Myndafjör HófafjaraHver stendur bak við Hófafjör

Frederike heiti ég og hugmyndin um verkefnið "hófafjör" byggir  á minni sögu og minni reynslu í tengslum við börn og hesta. Ég er lærður leikskólakennari og vinn einnig í sérkennslu. Hestarnir eru töframenn og þyrftu að fá miklu meira rými í stofnunum sem vinna með og fyrir börn.

Til að nýta mér töfra hesta og barnanna enn meir, tók ég próf í Hippolini sem er reiðkennarapróf eftir FN sem sérhæfir sig á byrjendakennslu á mjög hest og barnvænan hátt. Kennslutímar eru mjög fjölbreytt og líflegt og passlega sniðið á þarfir hestsins og barnsins. 

Þetta er sérstakt gjöf að vinna með þessum snillungum, bæði börn og hesta. Ég er mjög þaklátt að ég fékk tækifæri til þess!